Tryggur
Nafn: Tryggur
Fæðingardagur: 8.03.2001
Dánardægur: 20.06.2013
Notkun hætt: 20.06.2013
Kyn: Karlkyn
Tegund: Blanda af golden og labrador retriever
Hundaþjálfari: Auður Björnsdóttir
Ræktandi: Brynja og Viðar
Móðir: Salka
Faðir: Nonni
Eigandi: Auður Björnsdóttir
Notandi: Viðar Sigurðsson
Tryggur var fyrsti hjálparhundurinn á Íslandi sem þjálfaður var til að aðstoða barn. Hann ólst upp með Viðari og var þjálfaður til að styðja hann á göngu,sækja og fylgja honum eftir inni og úti. Hann gelti ef Viðar þurfti aðstoð og hjálpaði honum að standa upp. Einnig lærði hann að klæða úr sokkum og opna/loka hurðum og kveikja/slökkva ljós. Tryggur var ótrúlega næmur á eiganda sinn og fór alltaf mjög varlega í kringum hann en hundurinn var 40 kg og Viðar 20 kg. Tryggur stóð undir nafni og var tryggur við hlið eiganda síns þar til hann dó.
Vígi
Nafn: Vígi
Fæðingardagur: 21.08.2011
Dánardægur: 12.05.2021
Notkun hætt: 12.05.2021
Kyn: Karlkyn
Tegund: Labrador retriever
Hundaþjálfari: Auður Björnsdóttir
Ræktandi: Örn Valdimarson
Móðir: Bláskóga Katla IS13304/09
Faðir: Moli IS15228/10
Eigandi: Halldóra Inga Ingileifsdóttir
Notandi: Kristín Inga Einarsdóttir
Vígi var fyrsti hundurinn hér á landi sem var þjálfaður til að merkja flog. Þjálfun hans fólst í að merkja flog hjá barni, sem var 4 ára þegar noktun Víga hófst, og láta foreldra og umönnunaraðila vita af flogunum. Vígi var einnig þjálfaður til að sækja tösku með neyðarlyfjum og koma með hana til foreldra þegar flog voru yfirstandandi. Vígi vaktaði einnig notenda eftir flog og lá hjá honum. Vígi var einnig þjálfaður til að styðja notanda á göngu og upp og niður stiga. Auk þess veitti Vígi notanda sínum tilfinningalegan stuðning og svaf alltaf uppi hjá honum á nóttunni. Vígi var í fullri notkun til dauðadags.
Tinni
Nafn: Tinni
Fæðingardagur: 16.05.2003
Dánardægur: 07.03.2017
Notkun hætt: 01.03.2017
Kyn: Karlkyn
Tegund: Labrador retriever
Hundaþjálfari: Auður Björnsdóttir
Ræktandi:
Móðir: Perla
Faðir: óþekktur labrador retriever
Eigandi: Haraldur Sigþórsson
Notandi: Haraldur Sigþórsson
Tinni var annar hundurinn á landinu sem þjálfaður var sem hjálparhundur og sá fyrsti í Reykjavík. Tinni Fór með eiganda sínum í vinnu og ferðaðist með ferðaþjónustu fatlaðra sem þá var og hét. Hann þurfti sér undanþágu til að mega fara í ferðaþjónustubíla því ekki var leyfilegt fyrir hunda að vera á opinberum stöðum. Tinni fékk líka sérstakt leyfi til að fara í Kringluna og í verlsunarmiðstöð í hverfinu þeirra en alltaf þurfti að hafa samband við hvern og einn aðila sem stjórnaði til að fá viðeignandi leyfi. Tinni var þjálfaður til að sækja ýmislegt, s.s. síma, fjarstýringu, og hvaðeina sem datt úr seilingarfjarlægð eiganda hans eins og undir borð eða undir rúm. Tinni hjápaði líka eiganda sínum úr sokkum og dró hjólaborð sem á voru ýmsar græjur. Hann opnaði líka og lokaði hurðum og slökkti ljós. Hann kunni líka að draga hjólastól og ýta á neyðarhnapp og gelta eftir pöntun. Hann var einstaklega vinnusamur hundur og vissi ekkert skemmtilegra en að vinna verkin sín. Tinni varð næstum fjórtán ára og sótti fyrir eiganda sinn nánast fram á síðasta dag þrátt fyrir að vera orðinn heyrnardaufur og sjóndapur og með gigt.